Fara í efni

Vaxandi áhyggjur af kostnaði hafa áhrif á ferðaplön

Vaxandi áhyggjur af kostnaði hafa áhrif á ferðaplön

 

Ferðamálaráð Evrópu - ETC og Eurail voru að birta nýja skýrslu með niðurstöður könnunar á ferðavilja og ferðaáætlunum frá fjærmörkuðum á nýbyrjuðu ári (Long-Haul Travel Barometer (LHTB) 1/2025). Áhugavert er fyrir íslenska ferðaþjónustu að rýna í niðurstöðurnar þar sem meðal þessara markaða eru t.d. Bandaríkin og Kína, sem skipta okkur miklu máli.

 

Verða Bandaríkjamenn minna á ferðinni?

Ástæða er til að gefa gaum að aukin kostnaðarvitund, eða áhyggjum af kostnaði við ferðalög og að færri hyggja á ferðalög til Evrópu en á sama tíma fyrir ári. Fyrir Ísland er sérstaklega vert að horfa á samdrátt í plönum Bandaríkjamanna en á móti er verulega aukinn áhugi hjá Kínverjum að komast í frí til Evrópu.

Skýrslan sýnir að 63% svarenda á helstu erlendum mörkuðum - Ástralíu, Brasilíu, Kanada, Kína, Japan, Suður-Kóreu og Bandaríkjunum - ætla að ferðast yfir lengri veg þessu ári. Þar á meðal hyggjast 44% heimsækja Evrópu og undirstrika sterka stöðu álfunnar, þrátt fyrir að talan hafi verið 49% í fyrra.

 

Öryggi mótar val á áfangastað

Öryggi er áfram mikilvægasti þátturinn þegar fólk velur áfangastað. Þar á eftir koma þekkt kennileiti og vel þróaðir innviðir. Samkvæmt könnuninni eru helstu þættirnir sem gera áfangastað öruggan í hugum fólks lág glæpatíðni, hreinir og ferðamannastaðir með góðu viðhaldi, sýnilegt öryggi, pólitískur stöðugleiki og vingjarnlegir heimamenn. Vert er að nefna að ferðamenn frá hverjum markaði hafa tilhneigingu til að skilgreina öryggi á mismunandi hátt.

 

Álagsstýring mikilvæg á fjölsóttum stöðum

Þekktir áfangastaðir eru sem fyrr eitt helsta aðdráttarafl Evrópu. Það á hinn bóginn getur leitt til þeir verða gjarnan mjög þéttsetnir á háannatíma. Niðurstöður könnunarinnar benda þó til þess að ferðamenn séu þó sveigjanlegir við slíkar aðstæður. Næstum þriðjungur myndi þannig laga áætlanir sínar um að heimsækja á rólegri tímum, 28% myndu halda áfram þrátt fyrir langar raðir, 25% myndu skoða minna fjölmenn svæði innan áfangastaðarins og aðeins 5 % myndi íhuga að skipta algjörlega um áfangastað. Þetta undirstrikar að sögn ETC þörfina fyrir betri stjórnun á flæði ferðafólks til að létta á stöðum þar sem umferð er mikil en styrkja fáfarnari áfangastaði.

 

Fleiri en einn staður í sömu ferð

Þrátt aukna kostnaðarvitund eða áhyggjur af verðlagi, sýna ferðamenn vaxandi áhuga á ferðum til fleiri en eins áfangastaðar í sömu ferð. Skýrslan sýnir að 94% svarenda sem hyggjast heimsækja Evrópu á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2025 ætla þannig að skoða fleiri en eitt land. Breytingin undirstrikar segir ETC mikilvægi góðra samgangna innan álfunnar.

 

Haldið fastar um budduna

Í skýrslunni er lögð áhersla á breyttar eyðsluvenjur. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2025 ætla 42% svarenda að eyða á milli 100 og 200 evrum á dag, sem sýnir 14% aukningu miðað við sama tímabil í fyrra. Á sama tíma hefur hlutfall ferðamanna sem ætla að eyða yfir 200 evrum á dag lækkað í 30%, sem endurspeglar 13% lækkun.

Mismunandi eyðslumunstur eftir mörkuðum

 

Matur og drykkir er það fólk ver helst peningum sínum í (67%). Hins vegar er forgangsröðun mismunandi eftir mörkuðum. Fyrir kínverska ferðamenn er verslun þannig efst á blaði á meðan bandarískir ferðamenn vilja eyða talsvert hærri hluta útgjalda sinna í gistingu en almennt gerist.