Verkefnastjóri - stafræn þróun
Ferðamálastofa óskar eftir að ráða verkefnastjóra á sviði stafrænnar ferðaþjónustu. Um er að ræða nýtt og spennandi starf hjá Ferðamálastofu. Starfsmaðurinn getur haft starfsaðstöðu hvort heldur er á skrifstofu Ferðamálastofu í Reykjavík eða á Akureyri. Einnig kemur til greina að starfið sé án staðsetningar en í því felst að komið verði upp starfsaðstöðu þar sem viðkomandi starfsmaður býr.
Í ört vaxandi ferðaþjónustu eru mikil tækifæri í stafrænum lausnum af öllu tagi til að auka hagkvæmni og skilvirkni, bæta upplýsingamiðlun og einfalda störf. Ferðaþjónusta á Íslandi á að vera í fremstu röð á því sviði í heiminum. Að því þarf að vinna með samstilltu átaki atvinnugreinar og stjórnvalda. Viðkomandi verkefnastjóri þarf að hafa víðtæka þekkingu og reynslu af hinum stafræna heimi og þeirri þróun sem þar er að eiga sér stað ásamt reynslu og þekkingu á ferðamálum.
Starfs- og ábyrgðarsvið:
- Samstarf við hagaðila á sviði stafrænnar þróunar og upplýsingagjafar
- Greina hvernig stafræn þróun nýtist íslenskri ferðaþjónustu sem best
- Miðla þekkingu og upplýsingum úr hinum stafræna heimi til ferðaþjóna hér á landi
- Stýra aðkomu Ferðamálastofu að uppbyggingu og þróun stafræns efnis sem nýtist ferðamanninum frá því að hugmynd ferðar fæðist og þar til heim er komið
- Þátttaka í erlendu samstarfi á sviði stafrænnar þróunar
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Þekking og reynsla af hinum stafræna heimi
- Gott vald á íslensku og ensku
- Reynsla af textaskrifum og upplýsingamiðlun
- Frumkvæði og skipuleg vinnubrögð
- Hæfni í samskiptum og þverfaglegri vinnu
Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið. Starfshlutfall er 100%. Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðuneytis við viðkomandi stéttarfélag.
Nánari upplýsingar um starfið veita Ari Eyberg (ari@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225.
Umsóknarfrestur er til og með 11. febrúar 2019. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf.