Vinna úr aðgerðaráætlun birt í Samráðsgátt
Fyrstu drög að aðgerðum í aðgerðaráætlun ferðamálastefnu 2030 hefur verið birt í Samráðsgátt. Byggt er á vinnu sjö starfshópa, og stýrihóps, um mótun ferðamálastefnu 2030 og aðgerðaráætlun hennar.
Í Samráðsgátt er hægt að skoða afrakstur vinnunnar það sem af er í einu skjali og jafnframt gefst kostur á að senda inn umsögn um málið.
Í framhaldinu er á næstu vikum áformað að halda opna umræðu- og kynningarfundi um vinnuna í öllum landshlutum. Starfshóparnir halda áfram starfi sínu, vinna m.a. úr umsögnum sem berast og skila síðan endanlegum tillögum fyrir 15. desember 2023, til framangreinds stýrihóps verkefnisins sem samræmir aðgerðir í heildstæða aðgerðaráætlun og þingskjal, og skilar til ráðherra í janúar 2024.
Mynd: Íslandsstofa/visiticeland.com