Vinnustofa í gerð öryggisáætlana

Ferðamálastofa býður upp á hagnýtt námskeið í gerð öryggisáætlana fyrir ferðaþjónustuaðila. Námskeiðið er ætlað þeim sem starfa við skipulagningu og framkvæmd ferðaþjónustu og vilja auka öryggi starfsemi sinnar í samræmi við gildandi reglur og leiðbeiningar. Námskeiðið er blanda af fyrirlestrum og verkefnavinnu.
Dagskrá og upplýsingar
Dagsetning: 1. apríl
Staðsetning: Sauðárkrókur (nánari staðsetning væntanleg)
Tími: 9:30 – 16:30
Hámarksfjöldi þátttakenda: 12 (fyrstur kemur, fyrstur fær)
Verð: Námskeiðið kostar ekkert en hugsanlega þarf að geiða fyrir kaffi og meðlæti á staðnum.
Um námskeiðið
Námskeiðið fjallar um mikilvægi öryggisáætlana í ferðaþjónustu og hvernig ferðaþjónustuaðilar geta útbúið sínar eigin áætlanir í samræmi við reglur og leiðbeiningar Ferðamálastofu.
Helstu viðfangsefni:
- Öryggisáætlanir almennt
- Leiðbeiningar og dæmi á vef FMS
- Öryggismenning
- Áhættumat
- Verklagsreglur
- Viðbragðsáætlanir
- Atvikaskráning
- Samantekt
Hagnýtar upplýsingar:
- Námskeiðið er hagnýtt og byggir á raunverulegum dæmum úr ferðaþjónustu.
- Þátttakendur fá aðgang að leiðbeiningum og eyðublöðum fyrir gerð öryggisáætlana.
- Mikilvægt er að þátttakendur komi með fartölvu eða spjaldtölvu til að vinna í skjölunum á staðnum.
- Í lok námskeiðsins fá þátttakendur viðurkenningu fyrir þátttöku.
Skráning og frekari upplýsingar
Vegna takmarkaðs fjölda þátttakenda er nauðsynlegt að skrá sig sem fyrst. Skráningarform er hér að neðan.
Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að efla öryggi í ferðaþjónustu!
Við hlökkum til að sjá þig á Sauðárkróki 1. apríl.