Viðhorf Íslendinga til ferðamanna og ferðaþjónustu 2023
Niðurstöður rannsóknar um viðhorf Íslendinga til ferðafólks og ferðaþjónustu, bæði á landsvísu og eftir einstaka landshlutum. Markmiðið var m.a. að leita eftir vísbendingum um það hvort landsmenn finni fyrir álagi vegna ferðamanna í heimabyggðinni. Könnunin var framkvæmd sem símakönnun á tímabilinu 27. október til 19. desember 2023. Tekið var lagskipt slembiúrtak íbúa úr þjóðskrá fyrir hvert af sjö verkefnasvæðum markaðsstofa landshlutanna. Alls fengust um 2.419 svör. Um 35 spurningar voru lagðar fyrir í könnuninni, þar af tvær opnar sem gáfu svarendum tækifæri til að lýsa með eigin orðum jákvæðustu og neikvæðustu hliðum ferðaþjónustunnar.