Þokkalegt jafnvægi í umferð skemmtiferðaskipa eftir mikið vaxtarskeið
Ferðamálastofa hefur aflað upplýsinga um umferð skemmtiferðaskipa og áætlaðar tekjur af þeim fyrir þetta ár og það næsta, hjá þeim sex höfnum landsins sem stærstar hafa verið í slíkum viðskiptum. Þessar sex hafnir tóku til samans á móti um 95% heildartekna íslenskra hafna af þjónustu við skemmtiferðaskipin í fyrra.
Á grunni þessara og fleiri gagna hefur Ferðamálastofa unnið nýja greiningu á stöðu og horfum um umferð þessara skipa hér við land og umfang þeirra í ferðaþjónustunni.