Nýtt spámælaborð og gervigreindarspá um fjölda erlendra ferðamanna 2025 – 2027

Ferðamálastofa birtir nú í fyrsta sinn spá um fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll þar sem gervigreind er nýtt til spágerðarinnar. Gervigreind er m.a. notuð til að afla upplýsinga um breytur sem nýst geta sem grunnur spágerðar, vinna úr þeim og greina, velja úr tugum spálíkana þau líkön sem sýna bestu sögulegu spágetuna og nýta styrkleika einstakra líkana til að hámarka nákvæmni spáa hverju sinni. Ráðgjafarfyrirtækið Sumo Analytics vinnur þessar spár fyrir Ferðamálastofu.