Fara í efni

Góðar leiðir

Nánari upplýsingar
Titill Góðar leiðir
Lýsing

Vefsíðan godar­leidir.is er hugsuð sem upphafs­staður fyrir alla þá sem með einum eða öðrum hætti vinna að innviða­hönnun ferða­mannastaða eða huga að fram­kvæmdum á þeim.

rið 2018 samþykkti Alþingi þings­ályktun um stefnu­mark­andi landsáætlun um uppbygg­ingu innviða til verndar náttúru og menn­ing­ar­sögu­legum minjum. Í henni eru sett fram markmið um stýr­ingu og sjálf­bæra þróun, vernd náttúru og menn­ing­ar­sögu­legra minja, örygg­ismál, skipulag og hönnun og ferða­manna­leiðir.

Sem hluta af fram­kvæmd Landsáætl­unar skipaði umhverfis- og auðlinda­ráð­herra vorið 2018 samstarfshóp um eflingu fagþekk­ingar, hönn­unar og samræm­ingar við uppbygg­ingu innviða til verndar náttúru- og menn­ing­ar­sögu­legum minjum á ferða­manna­stöðum. Í hópnum eru full­trúar frá Umhverfis- og auðlinda­ráðu­neyti, Umhverf­is­stofnun, Ferða­mála­stofu, Þjóð­garð­inum á Þing­völlum, Vatna­jök­uls­þjóð­garði, Land­græðsl­unni, Minja­stofnun, Þjóð­minja­safni Íslands, Sambandi íslenskra sveit­ar­fé­laga, Skóg­rækt­inni og Miðstöð hönn­unar og arki­tektúrs.

Vinna samstarfs­hópsins leiddi af sér fjöl­breytt og ólík verk­efni en helst ber að nefna þrjár hand­bækur sem verða aðgengi­legar á vefnum godar­leidir.is; Vegrúnu, Handbók um nátt­úru­stíga og Skipu­lags­leið­bein­ingar fyrir ferða­mannastaði (aðgengileg í júní). Auk hand­bóka leiddi vinna samstarfshóp af sér námskeið sem tengjast skipu­lagi, hand­verki og uppbygg­ingu innviða á ferða­manna­stöðum í samstarfi við Lanbún­að­ar­há­skóla Íslands og fleiri aðila.

 

Miðstöð hönn­unar og arki­tektúrs fékk það hlut­verk innan samstarfs­hópsins að leiða vinnu við að uppfæra merk­inga­handbók frá árinu 2011 og vera ráðgjafi fyrir önnur verk­efni hópsins. Vorið 2018 þróaði Miðstöðin verk­efnið Góðar leiðir vegna aukinnar aðkomu hennar að verk­efnum er sneru að innviða­hönnun ferða­mannastaða og sjálf­bærni í ferða­þjón­ustu. Eitt af megin­ein­kennum vinnu Góðra leiða er að efna til víðtæks samtals milli stofnana, sveit­ar­fé­laga, fagfólks og ferða­þjón­ustu­aðila.

Með þróun Góðra leiða fléttar Miðstöð hönn­unar og arki­tektúrs saman ólíka þræði opin­berra verk­efna sem snúast um innviða­hönnun ferða­mannastaða samfara náttúru- og minja­vernd. Eitt af þeim verk­efnum sem unnið hefur verið undir hatti Góðra leiða er Vegrún, merk­ingar á ferða­manna­stöðum og frið­lýstum svæðum. Einnig hefur Miðstöðin leitt verk­efnið Hönnun í norrænni náttúru sem er hluti af formennsku­verk­efni Íslands í Norrænu ráðherra­nefnd­inni, Gagn­vegir góðir.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Fræðslurit og handbækur
Útgáfuár 2018
Leitarorð merkingar, vegrún, skipulag, náttúrustígar, góðar leiðir, ferðamannastaðir, undirbúningur, landáætlun, skilti, leyfisveitingar, leyfi, áætlun áætlanir