Fara í efni

Skráning gönguleiða: Leiðbeiningar um notkun ArduSimple og SW Maps

Nánari upplýsingar
Titill Skráning gönguleiða: Leiðbeiningar um notkun ArduSimple og SW Maps
Lýsing

Megintilgangur verkefnis Ferðamálastofu um skráningu gönguleiða er að til verði miðlægt skráningarkerfi um gönguleiðir um land allt. Tilgangurinn er að miðla samræmdum og áreiðanlegum upplýsingum um gönguleiðir á Íslandi og hvetja til ferðalaga, útivistar og náttúruskoðunar á ábyrgan og öruggan hátt. Verkefninu er ætlað að auðvelda ferðafólki að velja hentugar leiðir, sem hæfa hverjum og einum, til þess að upplifunin verði sem öruggust og ánægjulegust.

Í þessu leiðbeiningariti er farið yfir notkun á Ardu Simple GPS tæki og SW Maps hugbúnaði til að skrá gönguleiðir. Ferðamálastofa leggur skráningaraðilum til þennan búnað. Ástæðan fyrir notkun hans er nákvæmni gagna en hann gefur kost á að taka sjálfkrafa á móti rauntímaleiðréttingu með tengingu við kerfi Landmælinga Íslands. Þannig verður nákvæmnin í kringum 5 cm en fyrir óleiðréttar GPS mælingar hún getur farið upp í 5-10 m við viss skilyrði.

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Halldór Arinbjarnarson
Flokkun
Flokkur Fræðslurit og handbækur
Útgáfuár 2024
Útgefandi Ferðamálastofa
ISBN 978-9935-522-36-8
Leitarorð gönguleiðir, gönguleið, skráning gönguleiða, gps, hjólaleið, hjólaleiðir