Þjónustuhús fyrir tjaldsvæði
Nánari upplýsingar | |
---|---|
Titill | Þjónustuhús fyrir tjaldsvæði |
Lýsing | Árið 1985 var blásið til hugmyndasamkeppni um búnað á tjaldsvæðum og hönnun á þjónustuhúsum. Alls bárust 19 tillögur og hlaut 1. verðlaun tillaga Grétars Markússonar og Stefáns Arnar Stefánssonar arkitekta FAÍ (en þeir reka saman arkitektastofuna Argos) og Björns Jóhannssonar og Einars E. Sæmundsen landslagsarkitekta FILA, en Gunnar St. Ólafsson sá um verkfræðilega ráðgjöf. Þjónustuhús þessi, sem nú eru smíðuð í ýmsum útgáfum á Trésmíðaverkstæði Kára Lárussonar í Dalabyggð, urðu strax vinsæl og hafa verið sett upp á mörgum helstu ferðamannastöðum landsins. Grunneining húsanna er ávallt sú sama, 2.4 x 2.4 m, þau eru byggð upp af burðarvirki úr tré, hornstoðum og bitum í gólfi og undir þaki. Þökin eru úr þykkum krossviði, klædd þykkum, svörtum asfaltpappa með sendinni áferð. Einingarnar eru festar við steyptar undirstöðueiningar, sem fylgja húseiningunum, en alls geta fjórar einingar komið saman á einni undirstöðu. Í algengustu gerðinni eru tveir salernisklefar með handlaugum í öðrum helmingi hússins en vaskbekkur í hinum. Skjólveggir ganga þá út frá hornum og eru notaðir til lokunar yfir vetrartímann. Mörg tilbrigði eru til við þessa gerð og má kynna sér þessa lausn betur á meðfyogandi hlekk. |
Skráarviðhengi | Ná í viðhengi |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Fræðslurit og handbækur |
Útgáfuár | 1985 |
Útgefandi | Ferðamálastofa |
Leitarorð | ferðamálastofa, argos, trésmiðja kára, þjónustuhús, þjónustumiðstöð, ferðamananstaður, fjölsóttir ferðamananstaðir, hönnun, skipulag, tjaldsvæði, arekís, klósett, salerni, salernishús |