Í erindi sínu á Ferðamálaþingi í Hörpu 4. október 2017 fjallaði Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri um ýmsar þær áskoranir og úrlausnarefni sem íslensk ferðaþjónusta og ferðaþjónusta í heiminum almennt stendur frammi fyrir nú um stundir – eða „Áskoranir á öld ferðalangsins“, eins og titill þingsins var að þessu sinni.
Yfirskrift erindis Ólafar var „Akstur á undarlegum vegi“ og fór hún þar einnig yfir þær gríðarlegu breytingar sem hér hafa orðið á síðustu árum og þau stóru verkefni sem Ferðamálastofa hefur komið að með einum eða öðrum hætti. Í lok máls hennar kom fram að hún mun láta af starfi ferðamálastjóra um næstu áramót eftir 10 ár í starfi. |