Lýsing |
Á árinu 2006 fól samgönguráðherra Ferðamálastofu framkvæmd könnunar á markaðssvæðum erlendis um hugsanleg áhrif hvalveiða á ímynd Íslands og ferðaþjónustu. Var þetta gert í kjölfar erindis Ferðamálaráðs. Undirbúningur af hálfu Ferðamálastofu hófst í desember og könnunin sjálf hófst í síðari hluta febrúar 2007. Kappkostað var að vanda sem mest til könnunarinnar og var framkvæmdin í höndum alþjóðlegs sérhæfðs fyrirtækis í gerð kannana, ParX-Viðskiptaráðgjafar, þannig að sami aðili sá um framkvæmd á öllum svæðum. Þetta var gert til að tryggja bæði gæði könnunarinnar og að samræmi væri á milli markaðssvæða. Svæðin sem könnunin náði til vou austurströnd Bandaríkjanna, Bretland, Þýskaland, Frakkland og Svíþjóð. Niðurstöður voru birtar í 4 skýrslum, þ.e. könnun meðal almennings, greining á viðhorfum markhóps, könnun meðal söluaðila og loks samantekt og túlkun helstu niðurstaðna. Skýrslurnar má nálgast hér í einu PDF-skjali. |