Svæðisbundin markaðssetning: Aðferðir og leiðir
Nánari upplýsingar | |
---|---|
Titill | Svæðisbundin markaðssetning: Aðferðir og leiðir |
Lýsing | Þessi rannsókn er unnin að undirlagi Ferðamálastofu en óskað var eftir úttekt á svæðisbundnu markaðsstarfi og þeim ólíku aðferðum, leiðum og hugmyndafræði sem beitt er. Í þessari skýrslu er markmiðið að skoða hvernig svæðisbundnu markaðsstarfi er háttað og hvernig stilla megi betur saman strengi allra þeirra ólíku þátta sem falla undir ferðaþjónustu á einu svæði. Þessa samþættingu þarf að reyna án þess að fórna eða einfalda um of þá vöru sem í boði er, sem er landið sjálft, menning þess og saga (Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, 2005: 30). Þær rannsóknarspurningar sem hér verður leitast við að svara eru: 1 Hvernig er hlutverki, starfsemi og uppbyggingu markaðsstofa um landið háttað? 2 Hverjir koma að mótun svæðisbundinnar markaðssetningar og með hvaða hætti? |
Skráarviðhengi |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | Edward H. Huijbens |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Ímynd og markaðsmál |
Útgáfuár | 2008 |
Útgefandi | Rannsóknamiðstöð ferðamála |
ISBN | 978-9979-834-67 |
Leitarorð | markaðssetning, svæði, svæðisbundin markaðssetning, markaðsstofa, markaðsstarf, landshluti, landshlutar, markaðsmál, samvinna, atvinnuþróun, atvinnuþróunarfélög, atvinnuþróunarfélag, ferðamálasamtök |