Viðhorfsrannsókn um Ísland
Nánari upplýsingar | |
---|---|
Titill | Viðhorfsrannsókn um Ísland |
Lýsing | Ferðamálastofa og Útflutningsráð Íslands fengu ParX Viðskiptaráðgjöf IBM til að rannsaka viðhorf almennings til Íslands í þremur löndum; Bretlandi, Þýskalandi og Danmörku. Í samantekt kemur m.a. fram að Ísland er sem fyrr helst tengt við náttúru (t.a.m. ís, hveri og eldfjöll), þó staða þjóðabús (fjármálakreppa og bankahrun) sé einnig ofarlega í huga almennings í Danmörku, Bretlandi og Þýskalandi. Viðhorf til Íslands í löndunum þremur hefur á heildina litið versnað; flestir (66-84%) telja þó viðhorf sitt óbreytt frá því fyrir 12 mánuðum. Alls nefna 7-21% að viðhorfið hafi versnað, hlutfallslega flestir í Bretlandi, en fæstir í Þýskalandi. Helsta ástæða þess að viðhorfið hefur versnað er efnahagsástandið. Viðhorf til Íslendinga er jákvætt í löndunum þremur. Viðhorf til Íslands sem áfangastaðar er óbreytt frá því 2007 í Bretlandi og Þýskalandi. Þeir sem hafa sótt landið heim og hafa hug á því eru almennt jákvæðari en aðrir. |
Skráarviðhengi |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Ímynd og markaðsmál |
Útgáfuár | 2009 |
Útgefandi | Útflutningsráð og Ferðamálastofa |
Leitarorð | Viðhorf, ímynd, könnun, viðhorfskönnun, rannsókn, Damörk, Þýskaland, Bretland, Ferðamálastofa, Útflutningsráð, fjármálakreppa, bankahrun |