Viðhorf ferðamanna í flugi milli Keflavíkur og Akureyrar
Nánari upplýsingar | |
---|---|
Titill | Viðhorf ferðamanna í flugi milli Keflavíkur og Akureyrar |
Lýsing | Farþegar í tengiflugi milli Keflavíkur og Akureyrar voru ánægðir með tengiflugið sem valkost við millilandaflug og vildu helst að ferðum yrði fjölgað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu RMF Viðhorf ferðamanna í flugi milli Keflavíkur og Akureyrar. Í skýrslunni er greint frá niðurstöðum viðhorfskönnunar meðal farþega í beinu tengiflugi milli Keflavíkur og Akureyrar. Meðal þess sem var kannað var hvaða aðrir hópar hefðu verið í tengifluginu, hvað hefði einkennt þá og hvaða flugtengingar þeir hefðu notað. Könnunin var netkönnun sem var send á tæplega 1.650 netföng að lokinni ferð á tímabilinu júlí 2017 til febrúarloka 2018. Alls svöruðu 635 manns könnuninni og var svarhlutfall 38,6%. Í könnuninni kom í ljós að meirihluti svarenda voru heimamenn, þ.e. fólk sem hafði búsetu á Íslandi. Stærsti hluti erlendra ferðamanna í könnuninni hafði komið áður til Íslands og var að heimsækja vini og ættingja. Gagnaöflun var í höndum Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri en RMF sá um úrvinnslu gagna og verkefnastjórn. Skýrslan var unnin fyrir Markaðsstofu Norðurlands en aðrir samstarfsaðilar voru Air Iceland Connect og Isavia. |
Skráarviðhengi |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | Eyrún Jenný Bjarnadóttir |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Samgöngur |
Útgáfuár | 2018 |
Útgefandi | Rannsóknamiðstöð ferðamála |
ISBN | 978-9935-437-78-5 |
Leitarorð | akureyri, keflavík, flug, samgöngur, akureyrarflugvöllur, keflavíkurflugvöllur |