Viðhorf heimamanna til ferðamanna og ferðaþjónustu - Húsavík, Egilsstaðir, Stykkishólmur, Reykjanesbær
Nánari upplýsingar | |
---|---|
Titill | Viðhorf heimamanna til ferðamanna og ferðaþjónustu - Húsavík, Egilsstaðir, Stykkishólmur, Reykjanesbær |
Lýsing | Í nóvember 2019 komu út skýrslur með niðurstöðum kannana á viðhorfum heimfólks til ferðamanna og ferðaþjónustu á fjórum áfangastöðum, Reykjanesbæ, Stykkishólmi, Húsavík og Egilsstöðum. Kannaðar voru áskoranir sem fylgja uppbyggingu ferðaþjónustu og móttöku ferðamanna á þessum stöðum. Skýrslurnar í heild má nálgast hér að neðan: Eykur fjölbreytileika mannlífs og atvinnulífsNiðurstöður staðfesta að ferðamennskan hefur mikil áhrif á samfélag heimamanna en áhrifin eru nátengd staðbundnum einkennum hvers staðar. Heilt yfir var jákvæðni heimamanna nokkuð afgerandi og voru flestir þeirrar skoðunar að ferðamennska hefði bæði bætt lífsgæði og lífskjör í samfélaginu. Einhugur var um efnahagslegt mikilvægi atvinnugreinarinnar fyrir samfélögin og að ferðaþjónusta hafi bæði verið atvinnuskapandi og ýtt undir fjölbreytni í atvinnulífi. Á öllum stöðum hafði þjónustustig haldist hátt að mati heimamanna. Á öllum stöðunum kom fram að ferðaþjónusta hefði haft neikvæð áhrif á leigumarkað. Niðurstöður eftir svæðumJákvæðustu og neikvæðustu hliðar ferðaþjónustunnar tengd lífsgæðum íbúa og innviðum voru þessar helstar: Jákvæð áhrif ferðaþjónustunnar lutu öll að því að bæta samfélag og lífskjör heimamanna. Á yfirborðinu virðast þessar jákvæðu hliðar vera svipaðar alls staðar en samhengi þeirra er bundið hverjum stað fyrir sig og fær fyrst þá þýðingu.
Neikvæðar afleiðingar ferðaþjónustunnar voru einnig áþekkar milli staða en þó ákveðinn staðbundinn munur.
Um könnuninaKönnunin er hluti af opinberri gagnasöfnun og greiningu á félagslegum áhrifum ferðaþjónustunnar á samfélag heimamanna en kannanir á viðhorfum heimamanna til ferðaþjónustu og ferðamennsku hafa farið fram með reglubundnum hætti frá árinu 2016. Ferðamennska og ferðaþjónusta geta haft margvísleg menningarleg og félagsleg áhrif á samfélag heimamanna – sem aftur getur hefur áhrif á viðhorf fólks til atvinnugreinarinnar. Í könnuninni er þetta samspil skoðað ýmist á landsvísu eða í einstökum bæjarfélögum, og tengist markmiði stjórnvalda að hugað verði að því að tryggja áfram jákvætt viðhorf landsmanna til ferðaþjónustu (Vegvísir í ferðaþjónustu 2015). Könnun hefur ýmist farið fram á landsvísu eða skoðað einstök bæjarfélög. Könnunin var tvíþætt. Annars vegar var gerð símakönnun meðal úrtaks í búa á svæðunum. Úrtakið var 3.700 manns og fengust 1.480 svör. Hins vegar voru tekin 24 viðtöl við íbúa á svæðunum til að fá innsýn í upplifun íbúa af ferðamönnum og ferðaþjónustu í þeirra umhverfi. Um rannsakendurEyrún Jenný Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá RMF framkvæmdi rannsóknina. Eyrún er ferðamálafræðingur að mennt og kom fyrst að rannsóknum á viðhorfum heimamanna til ferðamanna og ferðaþjónustu árið 2014 þegar viðhorf landsmanna voru könnuð fyrst hér á landi að frumkvæði Ferðamálastofu. Síðan þá hefur Eyrún fyrir hönd RMF stýrt þeim rannsóknum á viðhorfum heimamanna sem gerðar hafa verið fyrir hönd hins opinbera. |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | Eyrún Jenný Bjarnadóttir |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Viðhorf Íslendinga til ferðafólks og ferðaþjónustu |
Útgáfuár | 2019 |
Útgefandi | Ferðamálastofa |
Leitarorð | viðhorf, þolmörk, rannsóknamiðstöð ferðamála, uppbygging, landkynning, fjöldi, fjöldi ferðamanna, stefnumótun, stefnumörkun, ímynd |