Viðhorf íbúa til ferðamanna - Höfuðborgarsvæðið
Nánari upplýsingar | |
---|---|
Titill | Viðhorf íbúa til ferðamanna - Höfuðborgarsvæðið |
Lýsing | Könnun um viðhorf til ferðaþjónustu og ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lögð fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins óslitið frá árinu 2015 að árinu 2023 undanskyldu. Könnnunin 2024 leiddi í ljós að 66% íbúa höfuðborgarsvæðisins litu ferðamenn og ferðaþjónustu jákvæðum augum, en árið 2022 var hlutfallið 85%. Ljóst er að ánægja íbúa höfuðborgarsvæðisins gagnvart ferðamönnum hefur sveiflast til og frá á tæpum áratug. Á árunum 2017 og 2018, þegar ferðamönnum fjölgaði hratt, minnkaði jafnframt ánægja íbúa gagnvart þeim og mældist þá svipuð og í könnuninni 2024. Ánægja íbúa jókst síðan þegar fjöldi ferðamanna dróst saman á árunum 2019 til 2021 og náði hámarki árið 2022. Fjöldi þeirra sem kvaðst mjög jákvæður í garð ferðamanna mældist hæstur í póstnúmerum 170 Seltjarnarnesi, 113 Grafarholti og 101 miðborg. Í flestum tilfellum reyndist munur á meðaltals jákvæðni/neikvæðni þó innan vikmarka milli svæða. Sem fyrr reyndust viðhorf íbúa höfuðborgarsvæðisins til áhrifa ferðamanna á efnahag og þjónustuframboð fremur jákvæð. Þar ber hæst að 83% töldu ferðaþjónustuna hafa jákvæð áhrif á framboð veitingastaða. Fleiri söðust verða vör við heimagistingu nú en í könnuninni frá árinu 2022, fjöldi þeirra sem hafði orðið mikið var við rekstur heimagistingar í næsta nágrenni við heimili 3,5 faldaðist milli kannana, fór úr rúmum 4% í tæp 15%. Af stökum hverfum höfuðborgarsvæðisins voru flest sem sögðust verða mikið vör við heimagistingu úr póstnúmeri 101 eða 52%. |
Skráarviðhengi |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Viðhorf Íslendinga til ferðafólks og ferðaþjónustu |
Útgáfuár | 2024 |
Útgefandi | Markaðsstofa Höfuðborgarsvæðisins |
Leitarorð | viðhorf, þolmörk, höfuðborgarsvæðið, markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins, Reykjavík, uppbygging, landkynning, fjöldi, fjöldi ferðamanna, stefnumótun, stefnumörkun, ímynd |