Eignir Ferðatryggingasjóðs
Heildareign Ferðatryggingasjóðs skal að lágmarki nema 100 millj. kr. Nái heildareign sjóðsins ekki lágmarkinu er stjórn sjóðsins heimilt að taka lán eða hækka iðgjald aðila að sjóðnum þar til sjóðurinn hefur náð lágmarksstærð eða þar til skuldbindingar sjóðsins eru að fullu greiddar.
Ferðatryggingasjóði ber að ávaxta fé sitt þannig að sjóðurinn geti með sem bestum hætti gegnt hlutverki sínu. Sjóðnum er aðeins heimilt að ávaxta fé sitt á innlánsreikningum í viðskiptabanka eða hjá Seðlabanka Íslands eða í fram- og auðseljanlegum fjármálagerningum með ábyrgð ríkissjóðs.
Rekstrarkosnaður sjóðsins felst í launa- og launatengdumgreiðslum stjórnar, bókhaldskostnaði og kostnaði við ávöxtun sjóðsins hjá Arionbanka.
Ársreikningar sjóðsins
Ársreikningur sjóðsins fyrir árið 2023