Tilvísun í lög og reglugerðir
- Lög nr. 95/2018 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun.
- Reglugerð nr. 812/2021 um Ferðatryggingasjóð.
- Sjá einnig lög nr. 96/2018 um Ferðamálastofu.
Lög um pakkaferðir og samtengda ferðtilhögun eru sett á grundvelli tilskipunar Evrópusambandsins nr. 2015/2302 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun. Löggjöfin er neytendaréttarlöggjöf sem mælir fyrir um ýmis mikilvæg réttindi neytenda í tengslum við pakkaferðir þ. á m. um vernd gegn ógjaldfærni skipuleggjanda eða smásala.