Dagsetning: Fimmtudagur 20. maí 2021Tími: Hádegisfyrirlestur kl. 12:10-13:30Staðsetning: Íslenski ferðaklasinn, Gróska í VatnsmýriÚtsending: Streymt beint og upptaka gerð aðgengileg á netinu.
Ekkert skráningargjald. Boðið er upp á léttan hádegisverð
Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við Íslenska ferðaklasann.
Ferðamálastofa tekur nú upp þráðinn í fyrirlestraröð sinni um áhugaverð rannsóknarefni í ferðaþjónustu. Fyrstu hádegisfyrirlestrarnir þetta vorið verða haldnir fimmtudaginn 20. maí, kl. 12:10-13:30. Létt snarl og drykkir verða á boðstólum frá 11.30. Vegna sóttvarna þurfa þeir sem koma á staðinn að forskrá sig á viðburðinn hér að neðan og hámark er 50 manns. Kynningunni verður einnig streymt beint um netið og hún gerð aðgengileg síðar á heimasíðu Ferðamálastofu.
Kynntar verða tvær nýjar greiningar á fundinum. Dr. Gunnar Haraldsson hjá ráðgjafarfyrirtækinu Intellecon, sem vinnur nú að gerð formlegs spálíkans ferðaþjónustu fyrir Ferðamálastofu, deilir með fundarmönnum álitaefnum og niðurstöðum fyrirtækisins um bestu hagfræðilegu og tölfræðilegu forsendur fyrir góðum spám fyrir þennan geira.
Jóhann Viðar Ívarsson hjá Ferðamálastofu kynnir greiningu sína á árstíðasveiflum í íslenskri ferðaþjónustu, áhrifum þeirra á greinina og hvernig íslenska árstíðasveiflan er í samanburði við ýmsar aðrar þjóðir Evrópu.
Að fyrirlestrunum loknum verða tvær skýrslur Intellecon um viðfangsefnið birtar á heimasíðu Ferðamálastofu ásamt greiningarefni fundarins.
Líkt og aðrir hádegisfyrirlestrar eru fyrirlestrarnir í samvinnu við Íslenska ferðaklasann og fara fram í húsnæði hans að Bjarkargötu 1, 102 Reykjavík (húsi Grósku og CCP í Vatnsmýri).
Skráning: