Fundargerðir ferðamálaráðs
Ferðamálaráð Íslands var sett á laggirnar með lögum árið 1964. Fyrsti fundur ráðsins var haldinn 7. júlí það ár. Árið 1976 samþykkti Alþingi ný lög um ferðamál. Með þeim var Ferðamálaráði falið að vinna að ákveðnum verkefnum og í reynd umsjón með ferðaþjónustu á Íslandi undir yfirstjórn samgönguráðuneytis.
Nýtt ferðamálaráð 2006
Verulegar breytingar urðu á starfsemi ferðamálaráðs með nýjum lögum í ársbyrjun 2006. Fram að því var skipað ferðamálaráð jafnframt stjórn stofnunarinnar en með nýjum lögum var skilið þar á milli. Nafni stofnunarinnar var breytt í Ferðamálastofa, hún færð beint undir samgönguráðherra og henni fengin aukin stjórnsýsluleg verkefni. Um áramót 2007-2008 færðist Ferðamálastofa til iðnaðarráðuneytis og síðar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis.
Með lögum 2005 voru ferðamálaráði fengin ný verkefni. Samkvæmt lögunum skipar sá ráðherra sem fer með yfirstjórn ferðamála ferðamálaráð og í því skulu eiga sæti tíu fulltrúar. Skulu formaður og varaformaður skipaðir af ráðherra án tilnefningar en aðra fulltrúa skipar ráðherra eftir tilnefningu eftirtalinna: Samtaka ferðaþjónustunnar sem tilnefna þrjá fulltrúa, Sambands íslenskra sveitarfélaga sem tilnefnir tvo fulltrúa, Ferðamálasamtaka Íslands sem tilnefna tvo fulltrúa og Íslandsstofu sem tilnefnir einn. Skipunartími ferðamálaráðs skal vera fjögur ár en skipunartími formanns og varaformanns skal þó takmarkaður við embættistíma ráðherra. Ferðamálastjóri og fulltrúi ráðuneytisins sitja fundi ráðsins með málfrelsi og tillögurétt. Upplýsingar um starfandi ferðamálaráð eru á sérstakri síðu
Fundargerðir ferðamálaráðs 2015-2018
Fundargerðir ferðamálaráðs 2010-2013
11. fundur (finnst ekki) |
||
Fundargerðir ferðamálaráðs 2006-2009
Fundargerðir Ferðamálaráðs Íslands til 2005
2005 | 2004 | 2003 |
2002 | 2001 | 2000 |
1999 | Fyrstu fundir árið 1964 | |