Fara í efni

Ferðamannastaðir - Frá hugmynd til fram­kvæmdar

Fimmtudaginn 12. september standa Ferðamálastofa, Skipulagsstofnun og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs að kynningarfundi á Teams fyrir alla þá sem koma að uppbyggingu ferðamannastaða með einum eða öðrum hætti.

Á fundinum mun Ólafur Árnason, forstjóri Skipulagsstofnunar, kynna nýjar leiðbeiningar um skipulag og leyfisveitingar ferðamannastaða og Hörður Lárusson, hönnuður og einn eigenda Kolofon hönnunarstofu, kynna Vegrúnu, merkingahandbók fyrir ferðamannastaði og friðlýst svæði.

Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir, sérfræðingur hjá Ferðamálastofu, segir frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða en í kjölfar fundarins verður opnað fyrir umsóknir í sjóðinn.

Skráning á fundinn