14.400 brottfarir erlendra farþega í maí
Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 14.400 í nýliðnum maímánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia, eða fjórtán sinnum fleiri en í maí 2020, þegar brottfarir voru um eitt þúsund.
Brottfarir erlendra farþega hafa ekki farið yfir tíu þúsund í einum mánuði síðan í september 2020.
Frá áramótum hafa tæplega 32 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi sem er 90,4% fækkun miðað við sama tímabil í fyrra en þá voru brottfarir erlendra farþega tæplega 336 þúsund.
Langflestar brottfarir í maí má rekja til Bandaríkjamanna eða um helming (52%). Þar á eftir fylgja brottfarir Pólverja (9,1% af heild) og Þjóðverja (6,5% af heild). Samanburður er ekki tiltækur milli ára (2020-2021) þar sem útaksmælingar voru ekki framkvæmdar eftir þjóðerni í maí 2020.
Brottfarir Íslendinga
Brottfarir Íslendinga í maí voru um 4.400 talsins en í sama mánuði í fyrra voru þær 338. Brottfarir Íslendinga frá áramótum eru um 18.900 eða 78,9% færri en á sama tímabili í fyrra.
Nánari upplýsingar
Nánari skiptingu á milli þjóðerna má í töflunni hér að neðan og frekari upplýsingar sjá undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.
Niðurstöður um brottfarartalningar má jafnframt nálgast í Mælaborði ferðaþjónustunnar undir liðnum Farþegar.