Fara í efni

Að tala fyrir Íslands hönd

Menn við foss 2
Menn við foss 2

Málþing sem ber yfirskriftina Að tala fyrir Íslands hönd verður haldið í Salnum í Kópavogi miðvikudaginn 20. maí kl. 8.15-12.00. Þar verða meðal annars  kynntar niðurstöður úr viðhorfsrannsókn sem Ferðamálastofa og Útflutningsráð hafa látið gera í Danmörku, Þýskalandi og Bretlandi um viðhorf almennings til Íslands.

Boðað er til málþingsins í samstarfi hinna ýmsu samtaka atvinnurekenda, Útflutningsráðs, Almannatengslafélags Íslands og Ferðamálastofu og munu innlendir og erlendir fyrirlesarar fjalla um orðspor Íslands, fortíð og framtíð.

Meðal þeirra sem flytja erindi eru David Hoskin frá Eye-for-Image í Danmörku, Geoff Saltmarsh frá The Saltmarsh Partnership í Bretlandi, dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra í Ósló, Andrés Jónsson, formaður Almannatengslafélags Íslands og Urður Gunnarsdóttir, blaðafulltrúi utanríkisráðuneytis.
 
Hafa atburðir síðustu mánaða skaðað orðspor okkar erlendis? Hafa skilaboð okkar til erlenda fjölmiðla og umheimsins verið skýr? Hefur verið höggvið skarð í ímynd okkar og hefur viðhorf almennings til Íslands og Íslendinga hjá helstu viðskiptaþjóðum okkar breyst?

Skráning á málþingið er á vef Útflutningsráðs

Auglýsing - PDF