Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands
Ferðamálasamtök Íslands halda aðalfund sinn á Hótel Húsavík dagana 22. og 23. nóvember næstkomandi. Meðal þess sem verður til umfjöllunar má nefna erindi um ferðaþjónustu sveitarfélaga og einnig verður farið yfir áherslur stjórnvalda í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Þá verður ferðasýningin Ferðatorg til umfjöllunar og bókunarkerfi frá fyrirtækinu Tourism in Action, auk að sjálfsögðu aðalfundarstarfa skv. lögum FSÍ. Skráning á fundinn og bókun herbergja er á Hótel Húsavík í síma 464-1220.
Dagskrá fundarins
Föstudagur 22. nóvember:
Kl.: 13:00 Afhending fundargagna
Kl.: 13:30 Setning - Pétur Rafnsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands
Kl.: 13:45 Ferðaþjónusta sveitarfélaga. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri
Kl.: 15:10 Kaffihlé
Kl.: 15:30 Aðalfundarstörf skv. lögum FSÍ
Kl.: 18:00 Skoðunarferð á Húsavík
Kl.: 20:00 Kvöldverður og kvöldvaka
Laugardagur 23. nóvember:
Kl.: 09:30 Áherslur stjórnvalda í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Kristján Pálsson,
alþingismaður og form. Ferðamálasamtaka Suðurnesja
Kl.: 10:15 Ferðatorg 2002 / 2003. Jón Hákon Magnússon, framkvæmdarstjóri KOM
Kl.: 10:45 Bókunarkerfi frá fyrirtækinu Tourism in Action. Tim Diets, framkvæmdastjóri
Kl.: 11:15 Umræður
Kl.: 12:00 Fundarslit.