Aðalfundur SAF haldinn í gær
Aðalfundur SAF var haldinn á Akureyri í gær og var Jón Karl Ólafsson endurkjörinn formaður samtakanna. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa var meginþema fundarins ímynd Íslands, hvernig ferðaþjónusta kemur vöru sinni á markað og hver varan er.
Jón Karl Ólafsson, formaður SAF, lagði í ræðu sinni aðaláherslu á samstarf atvinnulífs og stjórnvalda í landkynningarmálum og varð tíðrætt um umhverfismál sem er veigamikill þáttur innan ferðaþjónustunnar. Þá flutti Sturla Böðvarsson samgönguráðherra ávarp og kom víða við. Kynnti meðal annars niðurstöður nýrrar skýrslu um samanburð á rekstrarumhverfi ferðaþjónustu á Íslandi og hinum Norðurlöndunum, sem er Íslandi mjög í hag. Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, sagði frá starfi ráðsins nýlega varðandi ímynd Íslands. Þrír félagsmenn SAF; Karl Ingólfsson, Arngrímur Viðar Ásgeirsson og Benedikt Jóhannesson fjalla um síðari hluta dagskrár undir yfirskriftinni ?frá vöru til viðskipta?. Í kjölfarið voru pallborðsumræður.
Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. | Jón Karl Ólafsson var endurkjörinn formaður SAF. |