Aðalfundur SAF og markaðstorg 2004
16.03.2004
Aðalfundur SAF verður haldinn á Radisson SAS Hótel Sögu, Súlnasal þann 25. mars nk. og hefst kl. 09:00 með fundum fagnefnda. Eiginlegur aðalfundur hefst síðan kl. 12:30. Meginmál fundarins eru nýgerð stefnumótun samtakanna, starfsumhverfi greinarinnar og greinin sem fjárfestingarkostur. Um kvöldið er kvöldverðarhóf félagsmanna og verður aðalræðumaður Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra. Daginn eftir þann 26. mars er síðan markaðstorg SAF þar sem félagsmönnum gefst tækifæri til að kynna vörur sínar, verð og þjónustu fyrir starfsfólki ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda.