Ætla stjórnmálin að sitja hjá?
03.10.2016
Í aðdraganda alþingiskosninganna standa Samtök ferðaþjónustunnar fyrir opnum fundum um stöðu ferðaþjónustunnar í öllum kjördæmum.
Tilefnið er að ræða stöðu ferðaþjónustunnar í hverju kjördæmi og þau tækifæri og áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í þeirri vaxandi atvinnugrein sem ferðaþjónustan er.
Ætla stjórnmálin að nýta þau tækifæri sem í ferðaþjónustunni felast á næsta kjörtímabili eða sitja hjá?
Fundirnir verða sem hér segir:
- Suðvesturkjördæmi
10. október kl. 20.00 í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ - Norðvesturkjördæmi
13. október kl. 20.00 í Menntaskóla Borgarfjarðar - Suðurkjördæmi
17. október kl. 20.00 á Hótel Selfossi - Norðausturkjördæmi
18. október kl. 20.00 í Menningarhúsinu Hofi - Reykjavíkurkjördæmin
24. október kl. 17.00 í Hörpu
Fundirnir verða í beinni útsendingu á www.saf.is og sýndir á sjónvarpsstöðinni N4.
Þeir sem starfa í ferðaþjónustu og allir áhugamenn um málefni greinarinnar eru hvattir til að mæta á fundina.