Fara í efni

Akureyrarstofa í burðarliðnum

SolarlagAkureyri
SolarlagAkureyri

Í vikunni kynntu bæjaryfirvöld á Akureyri áform um stofnun Akureyrarstofu. Hún mun taka yfir þau málefni bæjarins er líta að ferða-, atvinnu, menningar- og markaðsmálum.

Ekki liggur endanlega fyrir hvenær Akureyrarstofa tekur til starfa en á kynningarfundi kom fram að hugmyndin er að henni verði fundinn staður í hinu nýja menningarhúsi Akureyringa sem nú er í byggingu. Fram kom að svæðisbundin samstarfsverkefni uppfylli ekki þá þörf sem er á markaðssetningu á Akureyri og nýta þurfi betur það afl sem býr sameiginlega í aðilum innanbæjar. Markmiðið er meðal annars að ferðaþjónusta eflist sem heilsársatvinnugrein og ársverkum fjölgi. Áhersla verður lögð á að nafn Akureyrar verði þekkt sem ákjósanlegur og spennandi áningarstaður ferðamanna og að þeir dvelji lengur í bænum.