Alþjóðleg ráðstefna UNWTO í Andorra - Starf Íslands vakti athygli
Ólöfu Ýrr Atladóttur ferðamálastjóra var á dögunum boðið að halda erindi á alþjóðlegri ráðstefnu á vegum Alþjóða ferðamálaráðsins (UNWTO). Um var að ræða sjöundu ráðstefnu UNWTO um fjalla- og snjóferðamennsku / þjónustu sem var haldinn í Andorra.
Nýting nýrra miðla
„Á ráðstefnunni var sjónum einkum beint að nýtingu nýrra miðla og ég var beðin að fjalla um hvernig nýta mætti nýja miðla og nýja tækni til að endurvekja og auka traust hið innra og ytra í kjölfar áfalla. Ráðstefnan sem slík var stór í sniðum með um 400 þátttakendum sem komu víða að. Ég get nefnt sem dæmi að þarna voru fulltrúar Lesotho, sem er eitt þriggja landa í Afríku sem er með skíðasvæði,“ segir Ólöf Ýrr.
Áhugi á starfinu á Íslandi
Að sögn Ólafar Ýrar sýndu þátttakendur mikinn áhuga á því hvernig Íslendingar hafa tekið á málum síðustu ár. „Bæði var fólk áhugasamt um innihald kynningarherferða undanfarinna ára, hvernig hinum mismunandi miðlum hefur verið beitt og með hvaða hætti hægt er að meta árangur. En ekki síður voru menn áhugasamir um þá samvinnu sem þróast hefur milli hins opinbera og einkageirans, þvert á stofnanir og hvernig við nálgumst verkefni á grunni samstarfs og virkrar þátttöku sem flestra aðila. Þá vildi fólk fræðast um það hvernig menning og hönnun og því um líkt blandast inn í almenna landkynningu, svo og náttúrutenginguna sem oft birtist í listum og skapandi greinum,“ segir Ólöf Ýrr.
Heimasíða ráðstefnunnar:
http://www.congresdeneu.ad/index_uk.php
Hér að neðan er útdráttur úr erindi Ólafar:
Inspiring Iceland: Multimedia technology at the service of creating confidence in times of crisis
Iceland has since October 2008 faced severe socioeconomic challenges as a result of the collapse of the country’s banking system. No less challenging were the effects on the percieved trustworthiness of the Icelandic business environment, the image of the country abroad – and the self-image of the island’s inhabitants, who have had to revisit all ideas of what being an Icelander entails.
The Eyjafjallajökull volcano eruption in the spring of 2010 had widespread effects on transport and travel worldwide, and was a further challenge for the tourism industry in the island, highlighting the necessity of securing a professional, high quality service and activity based industry.
In my presentation I will share the story of Iceland in the past few years, elaborating on the dual meaning of the presentation’s title – which can both be perceived as a call for inspiring Icelanders themselves – or a confirmation of Iceland’s inspiring nature. In both instances, the utilisation of multimedia can play a significant role.