Arctic Adventures fjölskyldan fær Vakann
Viðurkennign Vakans afhent. Áslaug Briem frá Ferðamálastofu, Heiðrún Ólafsdóttir, Colin Barton og Styrmir Þór Bragason frá Arctic Adventures
Arctic Adventures og dótturfyrirtæki þess; Arctic Rafting, Dive Silfra, Trek Iceland og Glacier Guides tóku nýverið við gæðavottun Vakans. Auk gæðavottunarinnar fengu fyrirtækin bronsmerki í umhverfisþætti Vakans.
Eins og gefur að skilja hefur innleiðingin verið mikið verk vegna umfangs fyrirtækjanna en Arctic Adventures fjölskyldan bíður upp á margvíslegar ferðir og afþreyingu víðsvegar um land. Þetta er eitt viðamesta innleiðingarferli sem ferðaþjónustufyrirtæki hefur gengið í gegnum hjá Vakanum. Arctic Adventures fjölskyldan lítur á þátttöku sína í Vakanum sem tækifæri til að vera í áfram fremstu röð ferðaþjónustufyrirtækja og umhverfisviðurkenningin er kærkomið fyrsta skref í átt til sjálfbærni og umhverfisvænni starfshátta.
Arctic Adventures samsteypan hefur vaxið og dafnað undanfarið. Áætluð velta 2016 er um þrír miljarðar og farþegafjöldinn í ár stefnir í 140.000. Starfsmenn Arctic Adventures og dótturfyrirtækja er 170 – 250 eftir árstíðum, en hluti ferða fyrirtækjanna er árstíðabundinn.