Árni Gunnarsson endurkjörinn formaður SAF
Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar var haldinn í dag 11. apríl, á Radisson Blu Hótel Sögu en um 250 manns sóttu fundinn. Aðalumræðuefni fundarins voru með hvaða hætti ferðaþjónustan getur borgað sig fyrir alla.
Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa funduðu faghópar samtakanna um sín hagsmunamál og haldin voru fróðleg erindi.
Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, var endurkjörinn formaður samtakanna. Með honum í stjórn voru kjörin:
Bergþór Karlsson, Höldur/Bílaleiga Akureyrar
Elín Árnadóttir, Isavia ohf.
Ingibjörg G. Guðjónsdóttir, Íslenskir fjallaleiðsögumenn
Páll Sigurjónsson, Keahotels
Rannveig Grétarsdóttir, Elding Hvalaskoðun
Þórir Garðarsson, Iceland Excursions
Nánari fréttir ásamt glærum og myndum frá fundinum verða birtar eftir helgi.