Ársskýrsla Ferðamálastofu 2011
Ársskýrsla Ferðamálastofu fyrir árið 2011 er nú komin út og er aðgengileg hér á vefnum. Í skýrslunni er farið yfir þau fjölbreyttu verkefni sem Ferðamálastofa sinnti á síðasta ári.
Ársskýrslan skiptist í 12 meginkafla:
- Almennt um starfið á árinu
- Stjórnsýsla og lögfræði
- Umhverfismál
- Gæða- og umhverfiskerfið VAKINN
- Gæðaflokkun gistingar
- Upplýsinga- og vefmál
- Markaðsmál
- Vöruþróun og nýsköpun
- Rannsóknir og kannanir
- Skýrslur og útgefið efni
- Fundir raðstefnur og námskeið
- Rekstur Ferðamálastofu
Benda má á að víða í efninu hlekkir sem hægt er að smella á til að fá frekari upplýsingar á vef Ferðamálastofu.
Mikilvægt að allir séu að draga vagninn í sömu átt
Í ávarpi ferðamálastjóra segir Ólöf Ýrr Atladóttir meðal annars: "Hvert ár gefur tækifæri til lærdóms og aukinnar reynslu. Ef draga á saman lærdóm ársins 2011 í eitt hugtak, teldi ég að hugtakið „samvinna“ ætti best við. Reynsla þessa árs sýnir okkur hversu mikilvægt er að við öll sem viljum veg ferðaþjónustunnar sem mestan drögum vagninn í sömu átt, stöldrum við og ræðum okkur til lausnar þegar mismunandi skoðanir eru uppi í stað þess að hlaupa hvert um annað þvert og flækja tauminn í erfiða bendu. Við hjá Ferðamálastofu erum tilbúin að mæta verkefnum framtíðarinnar með þennan lærdóm að leiðarljósi og hlökkum til að mæta nýjum ákskorunum."