Átak til atvinnusköpunar ? Á markað með snjöll nýsköpunarverkefni?
Iðnaðarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr verkefninu Átaki til atvinnusköpunar.
Átak til atvinnusköpunar veitir styrki til nýsköpunarverkefna og markaðsaðgerða starfandi frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtækja.
Markmið verkefnisins
? Að styðja við þróun nýsköpunarhugmynda á fyrri stigum sem hlotið gætu frekari fjármögnun sjóða og fjárfesta.
? Að styðja við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða í frumkvöðla- og sprotafyrirtækjum.
Í umsókn þarf að koma fram
? Skýr lýsing á verkefninu í heild og ætluðum árangri þess.
? Greining á nýnæmi verkefnisins.
? Greinargóðar kostnaðar- og verkáætlanir.
? Ýtarleg lýsing á þeim verkþáttum sem sótt er um styrk til, s.s. þróunarvinnu eða markaðsstarfs.
Styrkir geta að hámarki numið 50% af heildarkostnaði verkefnisins. Ekki eru veittir styrkir til fjárfestinga s.s. í tækjum og búnaði.
Rafræn umsóknareyðublöð eru á http://nmi.is/
Beiðni um upplýsingar og aðstoð má senda á netfangið johanna@nmi.is
Umsóknarfrestur er til og með 22. september 2011. Umsækjendur eru hvattir til að bíða ekki til síðasta dags með að sækja um til að forðast tafir vegna álags á umsóknarkerfi.