Átján og hálf milljón í menningarstyrki
09.04.2008
Menningarstyrkir blönduós 08
Menningarráð Norðurlands vestra úthlutaði styrkjum til menningarverkefna við hátíðlega athöfn í Félagsheimilinu á Blönduósi síðastliðinn laugardag. Menningarráðinu bárust alls 78 umsóknir en 55 aðilar fengu styrk að upphæð 18,5 milljónir króna. Hæstu styrkirnir námu einni milljón króna.
Ávörp fluttu Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri (ávarp Ólfar PDF), Guðrún Helgadóttir, formaður Menningarráðs, og Gunnar Sandholt, fulltrúi Karlakórsins Heimis. Nemendur og kennarar Tónlistarskóla Skagafjarðar sáu um tónlistarflutning. Hér að neðan er mynd af styrkþegum en hana tók Pétur Jónsson. Listi yfir styrkþega (PDF)