Auglýsingar í Íslandsbækling 2009
Undirbúningur er nú hafinn að útgáfu á Íslandsbæklingi Ferðamálastofu 2009. Sem fyrr gefst ferðaþjónustuaðilum kostur á að auglýsa í bæklingnum sem gefinn er út í um 400 þúsund eintökum á 10 tungumálum og dreift víðsvegar um heim.
Íslandsbæklingurinn er myndskreyttur landkynningarbæklingur með átta upplýsingasíðum. Hann kemur út árlega, alla jafna í október/ nóvember, og er á 10 tungumálum; ensku, dönsku, sænsku, norsku, finnsku, hollensku, ítölsku, spænsku og frönsku auk sérútgáfu fyrir þýskumælandi lönd, og Norður-Ameríku. Upplagið er um 400 þúsund eintök. Skrifstofur Ferðamálastofu erlendis, sem og ferðaheildsalar í viðkomandi löndum, annast dreifingu bæklingsins, auk þess sem hann er kynntur á ferðasýningum víðsvegar um heim og sendur til íslenskra sendiráða og ræðismanna. Íslandsbæklingurinn er einnig settur inn á landkynningarvefi stofnunarinnar í PDF-útgáfu.
Leitað er eftir þátttöku aðila í ferðaþjónustu í kostnaði við gerð bæklingsins. Í miðju hans er að finna gulu síðurnar. Þær skiptast í 5 aðalflokka:
- Travel Facts
- Transportation
- Tours
- Activities
- Accommodation
Undir hverjum aðalflokki eru síðan undirflokkar. Þar gefst kostur á að fá birt nafn fyrirtækisins, síma- og faxnúmer auk netfangs/heimasíðu, alls 4 línur.
Vinsamlegast takið fram undir hvaða aðalflokki/flokkum þið viljið fá skráningu.
- Skráningargjald grunnskráningar er 74.000.-
- 50% afsláttur er veittur af hverri skráningu eftir þá fyrstu.
- Ef keypt er stærri auglýsing í bæklingnum fæst 1 grunnskráning frí með auglýsingunni.
Upplýsingarnar skulu sendar á skrifstofu Ferðamálastofu, Akureyri fyrir 15. júní 2008.
Faxnúmerið er: 464-9991 og eins er hægt að nálgast upplýsingar í gegnum netfangið: upplysingar@icetourist.is
Hér má nálgast skráningareyðublað fyrir auglýsingar í Íslandsbækling 2009 (Pdf)
Skoða Íslandsbæklinginn 2008 (á visiticeland.com)