Auglýst eftir markaðsstjóra fyrir Ferðamálastofu í Bandaríkjunum
Ferðamálastofa óskar að ráða á skrifstofu sína í New York áhugasaman og öflugan markaðsstjóra sem hefur það meginverkefni að markaðsetja Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. Bandaríkjamarkaður er einn af meginmörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu og Ferðamálastofa vinnur markvisst að því að auka komur Bandarískra ferðamanna til Íslands.
Starfssvið:
- Efla og auka samskipti við bandaríska ferðasala
- Stjórna og hafa umsjón með ákveðnum þáttum í samstarsverkefninu
Iceland Naturally í Norður Ameríku - Skipuleggja viðburði í nafni Iceland Naturally
- Hafa frumkvæði að, fylgja eftir og ljúka ýmsum mikilvægum samstarfsverkefnum
- Skipuleggja fjölmilðlaherferðir og heimsóknir fjölmiðla til Íslands fyrir Ferðamálastofu í USA
- Ábyrgð á markaðssetningu á netinu, umsjón með vefsíðum Ferðamálastofu í USA, kynningum og viðburðum, samskiptum við ferðaþjónustu aðila í USA, bæklingagerð og annari útgáfu.
- Þátttaka í stefnumótun og markaðsrannsóknum
- Ábyrgð á tölvumálum skrifstofunnar í USA
- Önnur verkefni á skrifstofunni
Kröfur til umsækjanda:
- Æskilegt er að umsækjandi hafi háskólamenntun, helst á viðskiptasviði frá erlendum háskóla, t.d. bandarískum og hafi reynslu af hliðstæðu starfi. Kostur er ef viðkomandi hefur verið búsettur í USA.
- Viðkomandi þarf að hafa reynslu og hæfileika til að vinna í samstarfi ólíkra aðila að markaðs- og sölumálum.
- Umsækjandi þarf að vera vel kunnur notkun internets og helsta hugbúnaðar sem við eiga í daglegu starfi.
- Umsækjandi verður sem stjórnandi að geta unnið sjálfstætt að mörgum verkefnum á sama tíma og að vera umhugað um að stunda skipuleg vinnubrögð.
- Viðkomandi þarf að tala og skrifa góða íslensku og ensku svo og að hafa þekkingu á íslenskri ferðaþjónustu.
Starfið er erilsamt og felur í sér búsetu í New York eða nágrenni. Búast má við talsverðum ferðalögum. Starfsstöð er á skrifstofu Ferðamálastofu í New York sem ennfremur hýsir skrifstofur ferðamála hinna Norðurlandanna. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf 1. júlí nk eða eftir nánara samkomulagi.
Upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson - thorir@hagvangur.is
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is fyrir 22.apríl nk. Númer starfs er 6450.