Auglýst eftir umsóknum um styrki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða
26.09.2016
Um helgina var auglýst eftir umsóknum um styrki í Framkvæmdasjóð ferðamananstaða. Opnað verður fyrir umsóknir þann 3. október næstkomandi og er umsóknafrestur til miðnættis 25. október.
Framkvæmdasjóðurinn styrkir verkefni sem uppfylla a.m.k. eitt af eftirfarandi skilyrðum:
- Verkefnið er til uppbyggingar, viðhalds og verndunar mannvirkja og náttúru á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila eða á náttúruverndarsvæðum.
- Verkefnið er til framkvæmda sem varða öryggi ferðamanna og verndun náttúru á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila jafnt sem einkaaðila.
- Verkefnið er til undirbúnings- og hönnunarvinnu sem er nauðsynleg vegna framkvæmda á ferðamannastöðum eða á náttúruverndarsvæðum.
Nánar á umsóknasíðu
Á upplýsingasíðu um umsóknir er að finna allar nánari upplýsingar, m.a.:
- Hvaða verkefni sjóðurinn styrkir ekki
- Kröfur um mótframlag
- Hvaða gögnum þarf að skila með umsókn
- Áherslur og ábendingar til umsækjenda
- o.fl.