Aukaflug vegna ferðamálaráðstefnunnar
Fyrir þá sem ekki voru búnir að ná sér í flugsæti til Akureyrar vegna ferðamálaráðstefnunnar í Mývatnssveit 16.-17. október næstkomandi skal bent á að nú er búið að bæta við vél sem fer frá Reykjavík kl. 08:15 að morgni 16. október.
Rútuferð seinkað
Rútan sem búið var að setja upp í tengslum við fyrsta flug frá Reykjavík bíður eftir þeim farþegum sem koma með vélinni sem fer 08:15 frá Reykjavík og leggur því ekki af stað upp í Mývatnssveit fyrr en kl. 09:00.
Hringur tekinn á milli gististaða
Hvað varðar rútuferðina til Akureyrar aftur 17. október í veg fyrir flug kl. 14:40 til Reykjavíkur skal tekið fram að rútan mun aka hring milli allra gististaðanna á svæðinu áður en að hún heldur til Akureyrar þannig að menn þurfa ekki að fara að Sel-Hótel Mývatni til að ná rútunni heldur verða menn teknir upp á sínum gististað þó svo að ferðin eigi sér upphafspunkt frá Sel-Hótel Mývatni kl. 12:45.
Muna að skrá sig
Að lokum er vert minna alla á sem ætla sér að koma á ráðstefnuna en hafa ekki skráð sig nú þegar að endilega drífa í því en skráningu lýkur 14. október.