Aukning um einn og hálfan milljarð í október
26.11.2014
Skipting eftir útgjaldaflokkum
Erlend greiðslukortavelta hér á landi var 7,1 milljarðar króna í október sem er 1,5 milljarða króna aukning frá sama mánuði í fyrra, samkvæmt tölum frá Rannsóknasetri verslunarinnar. Á síðustu 12 mánuðum hefur erlend greiðslukortavelta aukist um 28%.
Skipting eftir flokkum
Hæstu upphæðum í október vörðu erlendir ferðamenn á hótelum og gistihúsum, 1,4 milljarði króna sem er 35,5% hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra. Ferðamenn vörðu álíka upphæð í Ýmsa ferðaþjónustu en sá liður hefur aukist mest frá október í fyrra eða um 75%. Undir þann lið falla meðal annars skoðunarferðir, hvalaskoðun og aðrar skipulagðar ferðir.