Fara í efni

Breytt fyrirkomulag fjárveitinga til Ferðamálasamtaka Íslands

Ferðamálasamtök íslands samnignur 2009
Ferðamálasamtök íslands samnignur 2009

Skrifað hefur verið undir samkomulag á milli Ferðamálastofu og Ferðamálasamtaka Íslands um breytingar á fyrirkomulagi fjárveitinga til samtakanna. Markmiðið er að setja skýrari ramma um árleg fjárframlög ríkisins til Ferðamálasamtaka Íslands og aðila að samtökunum.

Ferðamálasamtök Íslands (FSÍ) samanstanda af átta landshlutasamtökum. Meginhlutverk FSÍ er að vera í forsvari fyrir ferðamálasamtök landshlutanna um sameiginleg málefni þeirra, vinna að hagsmunamálum aðila í ferðaþjónustu innan landshlutasamtakanna og að samræmingu í þessari starfsemi almennt á landinu.

Með samningnum tekur Ferðamálastofa að sér að styðja starfsemi samtakanna varðandi tiltekna þætti í starfseminni. Tekur það m.a. til rekstrar, skipulagningar innra starfs (svo sem fræðslu- og útgáfustarfsemi) og eflingar á sameiginlegri kynningu landshlutasamtakanna. FSÍ sér um úthlutun fjármagns til aðildarfélaga og verkefna á grundvelli ákvörðunar stjórnar samtakanna og annast allan rekstrarkostnað vegna skrifstofuhalds s.s vegna launa og annars rekstrarkostnaðar. Í tengslum við samninginn hafa Ferðamálasamtök Íslands ráðið forstöðumann í fyrsta sinn og er það Pétur Rafnsson, formaður samtakanna. Á myndina vantar Ásbjörn Jónsson, Suðurlandi og Sævar Pálsson, Vestfjörðum.


Stjórn Ferðamálasamtaka Íslands ásamt ferðamálastjóra og skrifstofustjóra ferðamála í iðnaðarráðneytinu að undirskrift lokinni. Talið frá vinstri: Helga Haraldsdóttir, skrifstofustjóra ferðamála í iðnaðarráðneytinu; Unnur Halldórsdóttir,Vesturland; Svanhildur Pálsdóttir, Noðurland vestra; Pétur Rafnsson, formaður FSÍ; Stefán Stefánsson, Austurland; Ólöf Ýrr Atladóttur ferðamálastjóri; Dóra Magnúsdóttir, Höfuðborgarsvæðið og Kristján Pálsson, Suðurnes.