Fara í efni

Efling kynningarstarfs á Kínamarkaði

Kínafáni
Kínafáni

Sendiráð Íslands í Kína og Íslandsstofa munu efla kynningarstarf á íslenskri ferðaþjónustu í Kína á árinu 2011. Frá þessu er greint á vef SAF. Fyrst um sinn verður ráðist í að uppfæra kínverska heimasíðu, hanna og prenta bækling á kínversku og einnig stendur til að taka þátt í BITE ferðakaupstefnunni sem haldin verður í júní.
 
Hafi fyrirtæki í ferðaþjónustu áhuga á að auglýsa í kínverskum landkynningar¬bæklingi sem stendur til að gefa út í júní, þá stendur það til boða og sendiráðið lýsir því hér með eftir auglýsendum í hann. Hönnun og útlit eru í vinnslu, en áætlað er að þeirri vinnu ljúki í síðasta lagi 20. maí. Fyrsta upplag verður 1000 eintök og til stendur að dreifa þeim á ferðakaupstefnunni og við önnur tækifæri. Verð auglýsinga miðast við prentunar- og dreifingarkostnað og verður þeim sem hafa áhuga sent svar þegar ljóst er hversu margir auglýsendurnir eru.
 
Ferðakaupstefnan sem um ræðir verður haldin dagana 17.-19. júní í Peking og verður þátttakan í samstarfi við Icelandair. Hún ber heitið Beijing International Travel Expo 2011 (BITE 2011). Frekari upplýsingar má finna á www.bitechina.com.cn. Hafi fyrirtæki áhuga á þátttöku í ferðakaupstefnunni, þá þarf það að taka þátt í kostnaði við sýningarbásinn ásamt því að fulltrúi fyrirtækisins þarf að vera á kaupstefnunni. Frestur til að senda inn þáttökubeiðnir og/eða fyrirspurnir er fram til 5. maí n.k.
 
Umsjón með verkefninu hefur menningar- og viðskiptafulltrúi sendiráðsins, Hafliði Sævarsson (haflidi@mfa.is) og veitir hann nánari upplýsingar veitir Hafliði Sævarsson. Tengiliður Íslandsstofu er Jón Gunnar Borgþórsson (jongunnar@islandsstofa.is), verkefnisstjóri fyrir markaðssókn í Asíu.