Eitt hundrað milljónum úthlutað til ferðaþjónustu
Eitt hundrað milljónum króna hefur verið úthlutað til fjörtíu ferðaþjónustuverkefna um allt land. Styrkirnir eru fjármagnaðir af byggðaáætlun og er ætlað að renna frekari stoðum undir uppbyggingu atvinnugreinarinnar á landsbyggðinni.
Styrkirnir voru auglýstir í byrjun febrúar og þurfti að skila umsóknum fyrir 6. mars (sjá auglýsingu). Alls bárust 210 umsóknir um styrkina og lýsir það þeirri grósku sem er í ferðaþjónustu hér á landi. Styrkir til menningar- og heilsuferðaþjónustu eru áberandi en einnig til náttúruskoðunar ýmiss konar.
Meðfylgandi er listi yfir þau verkefni sem hlutu styrk:
1. Hafnarsamlag Norðurlands bs 11.000.000,-
Þjónustuhús fyrir farþega skemmtiferðaskipa við Akureyrarhöfn.
2. Akraneskaupstaður 8.000.000,-
Viskubrunnur í Álfalundi, ævintýragarður með áherslu á náttúru, menningu og mannlíf.
3. Grundarfjarðarbær 6.300.000,-
Uppbygging aðstöðu fyrir farþega skemmtiferðaskipa við Grundarfjarðarhöfn.
4. Vatnavinir, Vestfjörðum 5.000.000,-
Uppbygging náttúrubaða á Vestfjörðum.
5. Jöklaveröl í Hoffelli 5.000.000,-
Uppbygging aðstöðu til afþreyingar, heilsubótar og fræðslu við jaðar Vatnajökulsþjóðgarðs.
6. Þjónustuhús á hjólum við Ísafjarðarhöfn 5.000.000,-
Uppbygging þjónustuhús fyrir farþega skemmtiferðaskipa við Ísafjarðarhöfn.
7. Urðarbrunnur 4.500.000,-
Sýning í Hveragerði þar sem helstu þáttum norrænnar goðafræði eru gerð skil.
8. Menntaferðasetur 4.500.000,-
Miðstöð fyrir menntatengda ferðaþjónustu á landsvísu, námskeið haldin í samstarfi við menntastofnanir landsins.
9. Þingeyskt og þjóðlegt 4.000.000,-
Klasasamstarf aðila sem koma að handverksframleiðslu og/eða þjónustu á handverki í Þingeyjarsýslum.
10. Ylströnd við Urriðavatn ásamt heitri laug 4.000.000,-
Uppbygging aðstöðu fyrir almenning við Urriðavatn á Fljótsdalshéraði.
11. Hafnartorg og blómatorg 4.000.000,-
Uppbygging við hafnarsvæðið í Vestmannaeyjum.
12. Tröllagarðurinn í Fossatúni 3.000.000,-
Uppbygging söguvettvangs þar sem afsteypur sögupersóna eru mótaðar í fullri stærð og gönguhringur mótaður, varðaður skiltum, vörðum, bustabæ og leiksvæði barna.
13. Laufabrauðssetur Íslands 2.500.000,-
Stofnun Laufabrauðsseturs á Akureyri. Hugmynd byggð á verkefnunum ?Myndstrað munngæti? og ?Matur úr héraði?.
14. Sjóræningjahúsið 2.500.000,-
Uppbygging í menningartengdri ferðaþjónustu á Patreksfirði.
15. Fuglastígur á Norðausturlandi 2.500.000,-
Vöruþróun og markaðssetning á Fuglastíg, með áherslu á bætt aðgengi og grunngerð fyrir fuglaskoðun á Norðausturlandi.
16. Uppbygging móttökuaðstöðu í Djúpavogshöfn 2.500.000,-
Uppbygging aðstöðu fyrir farþega skemmtiferðaskipa við Djúpavogshöfn.
17. Aldamótabærinn Seyðisfjörður 2.000.000,-
Uppbygging í menningartengdri ferðaþjónustu á Seyðisfirði.
18. Fléttuferðir um Vesturland og Suðurland 2.000.000,-
Skipulagðar ferðir með áherslu á náttúru, menningu og sögu.
19. Garðyrkju- og blómasýning 2009 1.700.000,-
Garðyrkju- og blómasýning í Hveragerði.
20. Á selaslóðum 1.500.000,-
Uppbygging selatengdrar ferðaþjónustu í Húnaþingi vestra.
21. Brúðuheimar, brúðusafn 1.500.000,-
Opnun brúðuseturs í Englendingavík í Borgarnesi.
22. Grettisþrautir- þróun leiktækja í anda Grettissögu 1.500.000,-
Uppbygging í sögutengdri ferðaþjónustu á Laugarbakka.
23. Grænt Íslandskort 1.200.000.-
Samvinnuverkefni í kortlagningu vistvænna kosta í viðskiptum og ferðamennsku á Íslandi.
24. Töfraland jólanna 1.200.000,-
Skemmti- og menningardagskrá á aðventunni í Mývatnssveit.
25. Bætt aðstaða við Bökugarð 1.200.000,-
Uppbygging aðstöðu fyrir farþega skemmtiferðaskipa við Húsavíkurhöfn.
26. Snorri Sturluson 1.000.0000,-
Reykholtskirkja, endurnýjun fastasýningar er byggir á ævisögu Snorra Sturlusonar.
27. Heiðarbýlin 1.000.000,-
Samvinnuverkefni um uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu. Markmið að tengja heiðarbýlin á Jökuldalsheiðinni og nágrenni með gönguleið.
28. 24x24 ? Glerárdalur og Tröllaskagi 1.000.000,-
Útfærsla á gönguleiðum og skipulagning gönguferða á fjöll á Norðurlandi.
29. Guðrúnarlaug í Sælingsdal 1.000.000,-
Uppbygging laugar sem hefur sögulega tengingu í Laxdælasögu.
30. Hvalbein í Skrúði 1.000.000,-
Varðveisla forna hvalbeina í garðinum Skrúði í Dýrafirði, auk vinnu að gerð sýningar og upplýsingaskilta um sögu beinanna, vörslu og endurgerð þeirra.
31. Stofnun Local Food Store, Heimamarkaðsbúðar 1.000.000,-
Stofnun matvælaklasa á Hornafirði, þar sem markmiðið er að kynna vörur héraðsins undir einu merki.
32. Heilsuþorp 1.000.000,-
Samstarfsverkefni um stofnun heilsuþorps á Flúðum, Hrunamannahreppi.
33. Snorralindir við Deildartunguhver