Umsóknir um Vakann í þjónustugátt
Frekari skref í rafrænni þjónustu Ferðamálastofu hafa nú verið stigin með því að færa umsóknir fyrir Vakann inn í þjónustugátt stofnunarinnar. Með því er umsóknaferlið einfaldað fyrir bæði viðskiptavini og stofnunina.
Mitt svæði
Þjónustugáttinni svipar að mörgu leyti til þjónustu heimabanka og byggir á One systems skjala- og málakerfi sem Ferðamálastofa innleiddi fyrir nokkru. Notendur þurfa að byrja á að skrá sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum í farsíma og fá þá aðgang að sínu svæði. Vert er að benda á að ef notaðir eru persónulegir Íslyklar eða rafræn skilríki einstaklinga hafa þeir einir aðgang að umsókninni og skjölum tengdum henni í þjónustugáttinni þannig að alla jafn er mælt með að nota frekar skilríki eða Íslykil skráðan á fyrirtækið sem um ræðir.
Sótt um leyfi og styrki
Markmiðið er að bæta þjónustu við viðskiptavini með meiri skilvirkni og styttri svartíma við innsendum erindum. Notendur fá betri yfirsýn þar sem þeir hafa aðgang að sínum málum hjá stofnuninni. Auk umsókna fyrir Vakann er í þjónustugáttinni hægt að sækja um:
- Ferðaskrifstofuleyfi
- Ferðaskipuleggjendaleyfi
- Styrki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða