Erindi og upptökur frá Ferðamálaþingi 2014
Erindi og upptökur frá Ferðamálaþingi 2014, sem haldið var á Hörpu á dögunum, er nú hægt að nálgast hér á vefnum.
Metþátttaka var á þinginu eða um 380 manns. Fyrirlesarar voru bæði erlendir og innlendir og komu úr ýmsum greinum. Megináhersla þetta árið var á gæðamálin og þau tímamót að á árinu var hálf öld frá stofnun Ferðamálaráðs Íslands. Yfirskrift þingsins var "Með fagmennsku fram í fingurgóma".
Sagan rifjuð upp
Glærukynningar fyrirlesara og upptökur má nálgast hér á vefnum undir liðnum Tölur og útgáfur/Fundir og ráðstefnur. Sérstaklega er vert að benda á fróðleg erindi þeirra Kjartans Lárussonar, fyrrverandi formanns Ferðamálaráðs Íslands, og Ernu Hauksdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra SAF, sem flutt voru í afmælishófi eftir þingið. Þar rifjuðu þau upp eitt og annað skemmtilegt frá liðnum árum, enda sannkallaðir reynsluboltar í greininni.