Fara í efni

Erindi og upptökur frá Ferðamálaþingi 2015

Ferðamálaþing 2015

Um 250 manns sóttu árlegt Ferðamálaþing sem að þessu sinni var haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri þann 28. október. Ferðamálastofa hélt þingið en yfirskriftin í ár var Stefnumótun svæða – Stjórnun og skipulag (e. Strategic Planning for Tourism).

Þingið hófst með ávarpi ráðherra ferðamála, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur. Tveir erlendir fyrirlesarar héldu erindi á þinginu og hluti góðar undirtektir. Frá Nýja-Sjálandi kom C. Michael Hall, sérfræðingur í stefnumótun og skipulagningu áfanagastaða og prófessor við University of Canterbury. Er hann almennt talinn einn virtasti fræðimaður á sviði ferðamálafræði í heiminum í dag. Frá Skotlandi kom Thomas Riddell Graham, einn af stjórnendum Visit Scotland, þar sem hann ber meðal annars ábyrgð á svæðisbundinni þróun, gæðamálum og upplýsingaveitu.

Innlendu fyrirlesararnir komu víða að, bæði frá opinberum stofnunum og einkafyrirtækjum. Markmiðað var að leiða fram sem flesta þætti sem hafa þarf í huga þegar stefnumótun svæða er annars vegar og beina sjónum að þeim tólum og tækjum sem sveitarfélög og aðrir skipulagsaðilar hafa úr að spila þegar stefnumörkun fyrir ferðaþjónustuna er annars vegar.

Meðal annars kynnti Ferðamálastofa nótt tól í þessu samhengi sem gengið hefur undir nafninu Kortlagning auðlinda íslenskrar ferðaþjónustu. Miðar það að því að kortleggja, með aðstoð landfræðilegra upplýsingakerfa, mögulega viðkomustaði ferðafólks og helstu innviði svæða í samstarfi við heimafólk og greina þannig með myndrænum hvar auðlindir ferðaþjónustunnar og tækifæri liggja til framtíðar.

Hér að neðan má nálgast erindi up upptökur frá þinginu.

Setning Ferðamálaþings
-Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri

  Upptaka 
Ávarp ráðherra ferðamála
-Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra
   Upptaka
Vegvísir í ferðaþjónustu
-Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri
Glærur  Upptaka
Tourism Destination Planning: A Realist Position in a Land of Make Believe 
-C. Michael Hall, prófessor við University of Canterbury á Nýja-Sjálandi
 Glærur  Upptaka
Nýtt verkfæri í skipulags- og stefnumótunarvinnu: Gagnagrunnur um kortlagningu auðlinda ferðaþjónustunnar
-Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir frá Ferðamálastofu og Árni Geirsson frá Alta
 Glærur  Upptaka
Pallborðsumræður    Upptaka
Scotland’s National Tourism Development Framework
-Thomas Riddell Graham Director of  Partnerships, Visit Scotland 
 Glærur  Upptaka
 Ferðaþjónusta og skipulag
-Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu 
 Glærur  Upptaka
 Stefnumótandi skipulagsgerð
-Matthildur Kr. Elmarsdóttir frá Alta 
 Glærur  Upptaka
 Öryggi í skipulagi og áhættustýring svæða
-Böðvar Tómasson, fagstjóri Bruna- og öryggissviðs hjá EFLU
 Glærur  Upptaka
 Hugleiðing 
-Sr. Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur við Akureyrarkirkju
   Upptaka
 Stefnumótun-skipulag og hönnun í þjóðgarðinum á Þingvöllum.
-Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi Þingvallaþjóðgarðs
 Glærur  Upptaka
 Hvaða gögn eru til gagns...í svæðisbundinni stefnumótun í ferðaþjónustu? 
-Lilja B. Rögnvaldsdóttir, Rannsóknasetri HÍ á Húsavík
 Glærur  Upptaka
 Er rétt gefið? - Sjónarhorn sveitarfélags
-Jón Óskar Pétursson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps
 Glærur  Upptaka
 Áfangastaðurinn Akureyri - stefnumótun
-Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu
 Glærur  Upptaka
 Ég er ALLS EKKI á móti ferðamönnum, en...
-Unnur Valborg Hilmarsdóttir, oddviti Húnaþings vestra
 Glærur  Upptaka
 Pallborðsumræður    Upptaka
     
Fundarstjóri: Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdstjóri Markaðsstofu Norðurlands.