Erlendir ferðamenn aldrei fleiri í mars
Þegar litið er til einstakra markaðssvæða má sjá aukningu frá öllum mörkuðum nema Norðurlöndunum. Bretum fjölgar verulega eða um ríflega fimmtung, N-Ameríkönum um 11%, gestum frá Mið- og S-Evrópu um tæp tíu prósent og gestum frá öðrum markaðssvæðum um tæp 11%.
Frá áramótum hafa 65 þúsund erlendir gestir farið frá landinu sem er fimm prósenta aukning frá árinu áður. Fjórðungur gesta er frá Bretlandi, fjórðungur frá Norðurlöndunum, tæplega fimmtungur frá Mið- og S-Evrópu, svipað hlutfall frá öðrum markaðssvæðum og 12% frá Norður Ameríku.
Tæplega fjórðungsaukning (22,9%) er í brottförum Íslendinga í mars, voru 21.600 í mars 2010 en 17.600 árinu áður. Brottförum Íslendinga frá áramótum hefur fjölgað um 14% í samanburði við sama tímabil á fyrra ári.
Nánari skiptingu gesta eftir markaðssvæðum og einstaka þjóðernum má sjá í töflunum hér að neðan.
Mars eftir þjóðernum | Janúar-mars eftir þjóðernum | |||||||||
Breyting milli ára | Breyting milli ára | |||||||||
2009 | 2010 | Fjöldi | (%) | 2009 | 2010 | Fjöldi | (%) | |||
Bandaríkin | 2.693 | 2.945 | 252 | 9,4 | Bandaríkin | 6.835 | 7.208 | 373 | 12,9 | |
Bretland | 5.197 | 6.351 | 1.154 | 22,2 | Bretland | 13.943 | 16.779 | 2.836 | 20,3 | |
Danmörk | 2.460 | 2.250 | -210 | -8,5 | Danmörk | 6.255 | 4.900 | -1.355 | -21,7 | |
Finnland | 421 | 530 | 109 | 25,9 | Finnland | 1.059 | 1.073 | 14 | 1,3 | |
Frakkland | 1.070 | 1.601 | 531 | 49,6 | Frakkland | 2.802 | 3.281 | 479 | 17,1 | |
Holland | 1.158 | 1.183 | 25 | 2,2 | Holland | 2.397 | 2.691 | 294 | 12,3 | |
Ítalía | 228 | 234 | 6 | 2,6 | Ítalía | 610 | 692 | 82 | 13,4 | |
Japan | 673 | 676 | 3 | 0,4 | Japan | 2.232 | 2.194 | -38 | -1,7 | |
Kanada | 195 | 260 | 65 | 33,3 |
|