Fara í efni

Erlendir ferðamenn í fyrsta sinn yfir 100 þúsund í einum mánuði

Brottfarar ágúst 2011
Brottfarar ágúst 2011

Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fór 101.841 erlendur ferðamaður frá landinu í ágúst síðastliðnum eða um 12 þúsund fleiri en í sama mánuði á síðasta ári. Aukningin nemur 13,7% milli ára. Erlendir ferðamenn hafa aldrei áður farið yfir 100 þúsund í einum mánuði og eru þeir nú helmingi fleiri en þeir voru í ágústmánuði 2002. 
 
Einstök markaðssvæði
Þegar litið er til einstakra markaðssvæða má sjá verulega aukningu frá N-Ameríku milli ára eða um 52,8%. Bretum fjölgar um 9,6% frá því í fyrra, Norðurlandabúum um 8,7% og Mið- og S-Evrópubúum um 8,1%. Aukningin frá löndum sem eru flokkuð undir annað er 7,2% milli ára.

Þjóðverjar, Bandaríkjamenn og Frakkar ríflega þriðungur ferðamanna
Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í ágúst frá Þýskalandi (13,7%), Bandaríkjunum (13,6%) og Frakklandi (10,2%). Ferðamenn frá Bretlandi (6,9%), Danmörku (5,9%), Ítalíu (5,6%), Spáni (5,4%), Noregi (5,3%) og Svíþjóð (4,5%) fylgdu þar á eftir.

Ferðamenn frá áramótum
Það sem af er ári hafa 406.484 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða 62.211 fleiri en á sama tímabili í fyrra en um er að ræða 18,1% aukningu milli ára. Ferðamönnum hefur fjölgað milli ára frá öllum mörkuðum. N-Ameríkanar hafa að talsverðu leyti borið uppi aukningu ársins en þeim hefur fjölgað um 51,6% frá því í fyrra, Norðurlandabúum hefur fjölgað um 15,9%, Mið- og S-Evrópubúum um 12,7%, Bretum um 8,9% og  ferðamönnum frá öðrum löndum um 12,3%.

Talningar ná til allra brottfara um Leifsstöð, þ.m.t. erlendra ríkisborgara búsettra hérlendis.

Ferðir Íslendinga utan
Brottförum Íslendinga í ágúst fjölgaði um 14,3% frá því í fyrra, voru 34.188 í ár en 29.915 í fyrra. Frá áramótum hafa 229.392 þúsund Íslendingar farið utan, 20,2% fleiri en árinu áður þegar brottfarir mældust tæplega 191 þúsund. 

Nánari niðurstöður má sjá í töflunum hér að neðan.

Ágúst eftir þjóðernum         Janúar - ágúst eftir þjóðernum    
      Breyting milli ára         Breyting milli ára
  2010 2011 Fjöldi (%)     2010 2011 Fjöldi (%)
Bandaríkin 8.363 13.821 5.458 65,3   Bandaríkin 36.633 56.900 20.267 55,3
Bretland 6.383 6.997 614 9,6   Bretland 42.051 45.791 3.740 8,9
Danmörk 5.804 6.027 223 3,8   Danmörk 27.857 30.471 2.614 9,4
Finnland 1.762 2.026 264 15,0   Finnland 7.831 9.006 1.175 15,0
Frakkland 9.103 10.376 1.273 14,0   Frakkland 24.750 30.141 5.391 21,8
Holland 3.265 3.619 354 10,8   Holland 12.972 15.208 2.236 17,2
Ítalía 4.149 5.714 1.565 37,7   Ítalía 8.391 10.720 2.329 27,8
Japan 557 741 184 33,0   Japan 3.887 4.498 611 15,7
Kanada 2.795 3.232 437 15,6   Kanada 9.261 12.677 3.416 36,9
Kína 868 1.323 455 52,4   Kína 3.481 5.966 2.485 71,4
Noregur 4.822 5.393 571 11,8   Noregur 24.687 29.401 4.714 19,1
Pólland 1.875 2.035 160 8,5   Pólland 9.665 10.758 1.093 11,3
Rússland 378 444 66 17,5   Rússland 1.256</sp