Erlendir ferðamenn í fyrsta sinn yfir 100 þúsund í einum mánuði
Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fór 101.841 erlendur ferðamaður frá landinu í ágúst síðastliðnum eða um 12 þúsund fleiri en í sama mánuði á síðasta ári. Aukningin nemur 13,7% milli ára. Erlendir ferðamenn hafa aldrei áður farið yfir 100 þúsund í einum mánuði og eru þeir nú helmingi fleiri en þeir voru í ágústmánuði 2002.
Einstök markaðssvæði
Þegar litið er til einstakra markaðssvæða má sjá verulega aukningu frá N-Ameríku milli ára eða um 52,8%. Bretum fjölgar um 9,6% frá því í fyrra, Norðurlandabúum um 8,7% og Mið- og S-Evrópubúum um 8,1%. Aukningin frá löndum sem eru flokkuð undir annað er 7,2% milli ára.
Þjóðverjar, Bandaríkjamenn og Frakkar ríflega þriðungur ferðamanna
Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í ágúst frá Þýskalandi (13,7%), Bandaríkjunum (13,6%) og Frakklandi (10,2%). Ferðamenn frá Bretlandi (6,9%), Danmörku (5,9%), Ítalíu (5,6%), Spáni (5,4%), Noregi (5,3%) og Svíþjóð (4,5%) fylgdu þar á eftir.
Ferðamenn frá áramótum
Það sem af er ári hafa 406.484 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða 62.211 fleiri en á sama tímabili í fyrra en um er að ræða 18,1% aukningu milli ára. Ferðamönnum hefur fjölgað milli ára frá öllum mörkuðum. N-Ameríkanar hafa að talsverðu leyti borið uppi aukningu ársins en þeim hefur fjölgað um 51,6% frá því í fyrra, Norðurlandabúum hefur fjölgað um 15,9%, Mið- og S-Evrópubúum um 12,7%, Bretum um 8,9% og ferðamönnum frá öðrum löndum um 12,3%.
Talningar ná til allra brottfara um Leifsstöð, þ.m.t. erlendra ríkisborgara búsettra hérlendis.
Ferðir Íslendinga utan
Brottförum Íslendinga í ágúst fjölgaði um 14,3% frá því í fyrra, voru 34.188 í ár en 29.915 í fyrra. Frá áramótum hafa 229.392 þúsund Íslendingar farið utan, 20,2% fleiri en árinu áður þegar brottfarir mældust tæplega 191 þúsund.
Nánari niðurstöður má sjá í töflunum hér að neðan.
Ágúst eftir þjóðernum | Janúar - ágúst eftir þjóðernum | |||||||||
Breyting milli ára | Breyting milli ára | |||||||||
2010 | 2011 | Fjöldi | (%) | 2010 | 2011 | Fjöldi | (%) | |||
Bandaríkin | 8.363 | 13.821 | 5.458 | 65,3 | Bandaríkin | 36.633 | 56.900 | 20.267 | 55,3 | |
Bretland | 6.383 | 6.997 | 614 | 9,6 | Bretland | 42.051 | 45.791 | 3.740 | 8,9 | |
Danmörk | 5.804 | 6.027 | 223 | 3,8 | Danmörk | 27.857 | 30.471 | 2.614 | 9,4 | |
Finnland | 1.762 | 2.026 | 264 | 15,0 | Finnland | 7.831 | 9.006 | 1.175 | 15,0 | |
Frakkland | 9.103 | 10.376 | 1.273 | 14,0 | Frakkland | 24.750 | 30.141 | 5.391 | 21,8 | |
Holland | 3.265 | 3.619 | 354 | 10,8 | Holland | 12.972 | 15.208 | 2.236 | 17,2 | |
Ítalía | 4.149 | 5.714 | 1.565 | 37,7 | Ítalía | 8.391 | 10.720 | 2.329 | 27,8 | |
Japan | 557 | 741 | 184 | 33,0 | Japan | 3.887 | 4.498 | 611 | 15,7 | |
Kanada | 2.795 | 3.232 | 437 | 15,6 | Kanada | 9.261 | 12.677 | 3.416 | 36,9 | |
Kína | 868 | 1.323 | 455 | 52,4 | Kína | 3.481 | 5.966 | 2.485 | 71,4 | |
Noregur | 4.822 | 5.393 | 571 | 11,8 | Noregur | 24.687 | 29.401 | 4.714 | 19,1 | |
Pólland | 1.875 | 2.035 | 160 | 8,5 | Pólland | 9.665 | 10.758 | 1.093 | 11,3 | |
Rússland | 378 | 444 | 66 | 17,5 | Rússland | 1.256</sp |