Fara í efni

Erlendir gestir í janúar 2009

Foss vetur
Foss vetur

Alls fóru 20 þúsund erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð í janúarmánuði síðastliðnum, 300 færri en í janúarmánuði  árinu áður. Erlendum gestum fækkar því um 1,5% milli ára. Brottförum Íslendinga fækkaði hins vegar verulega eða um 40%, voru 16 þúsund í janúar 2009 en 31 þúsund á árinu 2008.

Ef litið er til  helstu landa má sjá nokkra fjölgun gesta frá Þýskalandi, Japan og Bandaríkjunum. Bretar standa í stað. Norðurlandabúum fækkar hins vegar lítillega eða um 6%, Frökkum um 12% og Pólverjum um 15%. Gestum frá öðrum löndum og fjarmörkuðum fækkar um 13%.  Talningin er unnin á vegum Ferðamálastofu og nær yfir allar brottfarir gesta frá landinu um Leifsstöð.

 

Erlendir gestir um Leifsstöð í janúar - eftir þjóðernum
     

Breyting milli ára

  2008 2009

Fjöldi

(%)

Bandaríkin 2.130 2.386 256 12,0
Bretland 3.872 3.865 -7 -0,2
Danmörk 1.941 1.910 -31 -1,6
Finnland 288 316 28 9,7
Frakkland 1.040 914 -126 -12,1
Holland 573 559 -14 -2,4
Ítalía 291 266 -25 -8,6
Japan 768 971 203 26,4
Kanada 316 191 -125 -39,6
Noregur 1.660 1.431 -229 -13,8
Pólland 808 686 -122 -15,1
Spánn 166 221 55 33,1
Sviss 195 268 73 37,4
Svíþjóð 1.544 1.440 -104 -6,7
Þýskaland 1.162 1.482 320 27,5
Annað 3.535 3.079 -456 -12,9
Samtals 20.289 19.985 -304 -1,5
Ísland 31.003 18.566 -12.347 -40,1
Erlendir gestir um Leifsstöð í janúar - eftir markaðssvæðum
     

Breyting milli ára

  2008 2009

Fjöldi

(%)

N-Ameríka 2.446 2.577 131 5,4
Bretland 3.872 3.865 -7 -0,2
Norðurlönd 5.433 5.097 -336 -6,2
Mið-/S-Evrópa 3.427 3.710 283 8,3
Annað 5.111 4.736 -375 -7,3
Samtals 20.289 19.985 -304 -1,5

Heildarniðurstöður úr talningu Ferðamálastofu má nálgast hér á vefnum undir liðnum Talnaefni / Fjöldi ferðamanna.