Erlendum ferðamönnum fjölgar í júní og júlí
Talningar Ferðamálaráðs á erlendum ferðamönnum sem fara um Leifsstöð sýna að fjölgun er á erlendum ferðamönnum í júní og júli borið saman við síðasta ár. Í júní fjölgar erlendum ferðamönnum um 7,3% og í júlí fjölgar ferðamönnum um 1,4%%.
Aukning frá USA þrátt fyrir óhagstætt gengi
Að sögn Ársæls Harðarsonar forstöðumanns markaðssviðs Ferðamálaráðs er einkar ánægjulegt að sjá vöxt báða þessa mánuði ofan á mikinn vöxt síðustu missera. ?Það vekur sérstaklega athygli að góð aukning er á komum Bandaríkjamanna, þrátt fyrir lágt gengi dollars og hátt gengi íslensku krónunnar?, segir Ársæll og bætir við að aukning í sætaframboði til Bandaríkjanna, markviss markaðssetning og fjölmiðlaumfjöllun séu helstu ástæður þessa árangurs.
Aukning frá Bretlandi en fækkun frá Þýskalandi og Norðurlöndum
Frá Bretlandi er lítilsháttar aukning bæði í júní og júlí, frá Þýskalandi er lítilsháttar aukning í júni en nokkur fækkun í júlí. Ferðamönnum frá Norðurlöndum fækkar lítillega sem heild, en þó ekki frá Danmörku.
Tæpir 200.000 ferðamenn fyrstu sjö mánuðina
Fjöldi ferðamanna fyrstu sjö mánuði ársins eru rétt tæp 200.000, sem er mjög nærri og á sama tíma í fyrra, en munurinn er undir einu prósenti.
Fjöldi ferðamanna um Leifsstöð, í júní og júlí, 2004 og 2005
|
jún.04 |
jún.05 |
júl.04 |
júl.05 |
Kanada |
378 |
398 |
774 |
516 |
Sviss |
618 |
498 |
3.161 |
2.561 |
Þýskaland |
4.666 |
4.714 |
10.691 |
8.623 |
Danmörk |
3.269 |
3.377 |
6.395 |
7.128 |
Spánn |
438 |
438 |
1.287 |
1.563 |
Finnland |
1.139 |
1.038 |
1.195 |
1.556 |
Frakkland |
2.138 |
2.358 |
5.492 |
5.272 |
Bretland |
5.812 |
5.875 |
7.541 |
8.044 |
Ísland |
39.694 |
46.171 |
36.394 |
41.516 |
Ítalía |
751 |
867 |
2.292 |
1.915 |
Japan |
426 |
482 |
1.224 |
621 |
Holland |
1.115 |
1.201 |
2.185 |
2.083 |
Önnur lönd |
5.555 |
6.284 |
7.979 |
9.998 |
|